Einar Thorlacius Hallgrímsson (EInar Thorlacius Hallgrímsson) 05.01.1790-24.12.1870
<p>Prestur. Stúdent úr heimaskóla 1808. Vígðist 30. mars 1814 aðstoðarprestur á Grenjaðarstað, fékk Skinnastað 1818 en fór ekki þangað, fékk Goðdali 24. apríl 1819. Fékk Saurbæ í Eyjafirði 23. ágúst 1822 en lét af prestskap 1867. Var kosinn prófastur í Vaðlaþingi 1851 en þar sem hann óskaði eftir aðstoðarmanni skipaði biskup annan í hans stað. Hann var talinn gáfumaður og vel að sér, latínuskáld gott, ágætur kennimaður, skáldmæltur og ágætur búmaður svo eitthvað sé talið.</p>
<p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 386-87. </p>
Staðir
Grenjaðarstaðakirkja | Aukaprestur | 30.03.1814-1819 |
Goðdalakirkja | Prestur | 24.04.1819-1822 |
Saurbæjarkirkja í Eyjafirði | Prestur | 23.08.1822-1867 |

Aukaprestur og prestur | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 31.10.2017