Jakob Jónsson (Hans Jakob Jónsson) 20.01.1904-17.06.1989

<p>Prestur. Stúdent í Reykjavík 1924 og Cand. theol. frá HÍ 16. júní 1928. Lisentíatspróf í guðfræði frá háskólanum í Lundi, doktor í guðfræði við HÍ 1965. Námsdvöl við Hafnarháskóla ágúst 1925, framhaldsnám í sálfræði við Winnipegháskóla 1934-35. Sótti ótal námskeið og fundi í nágrannalöndum og reyndar út um allan heim. Aðstoðarprestur á Hofi í Álftafirði, hjá föður sínum, 1928-1929. Prestur í Neskaupstað 1929-1935, Wynyard í Saskatchewan í Kanada 1935-1940 en lengst af í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík, veitt 7. janúar 1941 frá 1. sama mánaðar. Fékk lausn frá embætti 31. desember 1974. Kenndi á Djúpavogi, við MR og stýrði Gagnfræðaskóla Neskaupsstaðar þar sem hann var bæjarfulltrúi og í barnabverndarnefnd. Sat í sálmabókarnefnd svo eitthvað sé nefnt en hann sinnti margvíslegum trúnaðarstörfum. Var afkastamikill rithöfundur og samdi m.a. leikrit og fjölda rita um kristin fræði og málefni.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal Björns Magnússonar 1847 – 1975 bls. 191</p>

Staðir

Djúpavogskirkja gamla Prestur 1928-1929
Neskirkja í Neskaupstað Prestur 1929-1935
Hallgrímskirkja Prestur 1941-1974

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

6 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
31.03.1978 SÁM 92/2961 EF Saga frá Lesley í Kanada: Sýn Sigurbjarnar Sigurbjörnssonar um eldsvoða er kom fram skömmu síðar Jakob Jónsson 17140
31.03.1978 SÁM 92/2961 EF Um berdreymi Sigurbjarnar Sigurbjörnssonar Jakob Jónsson 17141
31.03.1978 SÁM 92/2962 EF Saga um Íslending í kanadísku riddaralögreglunni sem tók með sér höfuð sakamannsins í poka Jakob Jónsson 17142
31.03.1978 SÁM 92/2962 EF Íslendingur í Kanada á frumbýlingsárunum hélt skógarbirni föstum Jakob Jónsson 17143
31.03.1978 SÁM 92/2962 EF Íslendingur í Kanada á frumbýlingsárunum lagðist yfir vök og bjargaði þannig lífi manns Jakob Jónsson 17144
31.03.1978 SÁM 92/2962 EF Viðskipti Íslendinga og indíána í Kanada Jakob Jónsson 17145

Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 7.11.2017