Þórður Þorláksson 14.08.1637-16.03.1697

Prestur, biskup. Stúdent 1656 frá Hólaskóla og fór utan sama ár og varð attestatus. Kom til landsins 1658 og varð rektor í Hólaskóla 1660 til 1663. Fór út aftur og fór milli háskóla og endaði á magistersprófi í Hafnarháskóla 27. júní 1667. Næstu ár var hann á flakki milli Íslands og erlendra skóla en kom heim með biskupsvígslu sem hann fékk 25. febrúar 1672. F'ekk Hof í Vopnafirði en hélt þar aðstoðarpresta en sat sjálfur á Hólum þar til hann tók við Skálholtsbiskupsdæmi vorið 1674og hélt til æviloka. Var manna best að sér og fjölhæfur og stórvirkur í bókagerð. Flutti m.a. Hólaprentsmiðju suður í Skálholt. Þýddi mikið og fékkst við almenn ritstörf.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 122-23.

Staðir

Hofskirkja í Vopnafirði Prestur 1672-1697

Biskup og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.01.2018