Gísli Þorvarðsson -1660

17. og 18. aldar maður.Var prestur í Keldnaþingum 1602-1622, fékk Torfastaði 1622, skikkaður prestur Ofanleiti 1627 eða jafnvel 1625 þar sem enginn vildi verða prestur þar eftir Tyrkjaránið. Missti prestakallið 1636 vegna rangrar aðferðar í altarisgöngu þar sem hann gleymdi blessunarorðunum en fékk uppreisn sama ár og sama prestakall aftur 1639 og hélt því til dauðadags.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 85.

Heimild: Saga Vestmannaeyja I./ IV. Vestmannaeyjaprestar, 2. hluti - Heimaslóð

Staðir

Oddakirkja Prestur 1602-1622
Torfastaðakirkja Prestur 1622-1627
Ofanleitiskirkja Prestur 1627 (1625?)-1636
Ofanleitiskirkja Prestur 1639-

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.02.2014