Guðjón Pálsson (Gaui Páls) 23.08.1929-12.04.2014

<p>Guðjón ólst upp í Vestmannaeyjum og lauk þar gagnfræðaprófi. Guðjón nam svo við Tónlistarskólann í Reykjavík, og orgelleik við Söngskóla þjóðkirkjunnar. Starfsævi Guðjóns var tengd tónlist; tónmenntakennslu, kórstjórn, danstónlist, kirkjutónlist, undirleik fyrir einsöngvara og kóra. Hann lék í fjölmörgum þekktum hljómsveitum með nafnkunnum hljóðfæraleikurum og sínum eigin hljómsveitum.</p> <p>Fljótlega eftir tónlistarnám í Reykjavík flutti Guðjón aftur til Vestmannaeyja þar sem hann kenndi við Tónlistarskólann og var organisti og kórstjóri við Landakirkju. Um 1960 flutti Guðjón aftur til Reykjavíkur og lék á Hótel Borg og á fleiri stöðum. Eftir nokkurra ára dvöl í Reykjavík flutti Guðjón í Borgarnes, þar sem hann starfaði í 9 ár sem kirkjuorganisti og kórstjóri, auk tónmenntakennslu í Borgarnesi og Borgarfirði. Frá Borgarnesi fluttist Guðjón til Siglufjarðar, þar sem hann starfaði við tónlist í 4 ár. Frá Siglufirði fluttist Guðjón á Hvammstanga og tók við skólastjórn Tónlistarskóla Vestur-Húnvetninga. Hann stjórnaði þar blönduðum kór, annaðist undirleik hjá Lillu-kórnum og undirleik hjá einsöngvurum. Frá Hvammstanga flutti Guðjón til Akureyrar og starfaði við Tónlistarskóla Eyjafjarðar og stjórnaði kór eldri borgara á Akureyri. Hann lauk starfsævi sinni sem kirkjuorganisti í Hrísey, en þaðan fór hann á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð á Akureyri.</p> <p align="right">Úr Minningargrein í Morgunblaðinu 2. maí 2014, bls. 26</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Tónskóli Þjóðkirkjunnar Tónlistarnemandi -
Tónlistarskóli Vestmannaeyja Tónlistarkennari -
Landakirkja Organisti -
Borgarneskirkja Organisti -
Tónlistarskóli Eyjafjarðar Tónlistarkennari -
Hríseyjarkirkja Organisti -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Eyþórs Combo Píanóleikari 1963-09 1964-04/05
Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar Píanóleikari 1949-

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

3 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
02.04.1983 HérVHún Fræðafélag 048 Vorvaka á Hvammstanga. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur syngur gamanmál við undirleik Guðjóns Pálss Árni Björnsson og Guðjón Pálsson 42041
02.04.1983 HérVHún Fræðafélag 048 Vorvaka á Hvammstanga. Árni Björnsson heldur áfram að syngja gamanmál við undirleik Guðjóns Pálssona Helgi Ólafsson , Árni Björnsson og Guðjón Pálsson 42042
02.04.1983 HérVHún Fræðafélag 048 Vorvaka á Hvammstanga. Jóhann Már Jóhannsson syngur einsöng, undirleikari á píanó er Guðjón Pálsson. Jóhann Már Jóhannsson og Guðjón Pálsson 42045

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Organisti , píanóleikari , skólastjóri , tónlistarkennari , tónlistarnemandi og tónmenntakennari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 1.10.2015