Karl Jónatansson 24.02.1924-03.01.2015

<p>... Karl fæddist á Blikalóni á Melrakkasléttu hinn 24. febrúar 1924. Foreldrar hans voru Guðný S. Daníelsdóttir og Jónatan Hallgrímsson. Karl lék á harmoniku frá unga aldri og hlaut tilsögn í nótnalestri hjá Jóhanni Jósefssyni. Tvítugur fluttist hann til Reykjavíkur og hafði þá sjálfur lært á saxófón. Síðar hóf hann tónlistarnám hjá dr. Viktor Urbancic. Að námi loknu lagði hann stund á harmonikukennslu og skipti úr hnappanikku í píanó harmóniku.</p> <p>Karl stofnaði Almenna músíkskólann áður en hann fluttist ásamt konu sinni til Danmerkur. Þegar heim var komið stofnaði hann Félag harmonikuunnenda í Reykjavík og varð fyrsti formaður þess. Síðar stofnaði hann Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð og var í forsvari fyrir stofnun Sambands íslenskra harmonikuunnenda þar sem hann varð síðar heiðursfélagi. Það varð hann einnig í Harmonikufélagi Reykjavíkur...</p> <p align="right">Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 16 janúar 2016, bls. 16</p> <p>... Karl byrjaði snemma að leika á dansleikjum, aðeins 10 ára gamall og lék í nokkur ár einn en síðan með eigin hljómsveit eða hjá öðrum hljómsveitarstjórum. Tónlistarkennsla hefur verið hans aðalatvinna í yfir 40 ár og skipta nemendu hans víðsvegar um landið þúsundum. Mest hefur hann kennt á harmoniku, því óhætt að segja að harmonikan væri vart í uppsveiflu á tímum hefði Karls ekki notið við.</p> <p>Karl hefur gert þrjár litlar plötur með frumsömdum lögum. Sú fyrsta kom út á vegum Sigríðar Helgadóttur 1950, um 1960 kom svo út 4 laga plata og sú þriðja árið 1982 kom sem inniheldur lögin Bóndavalsinn og Bærinn okkar. Ekki má gleyma lögunum tveimur á fyrstu plötu harmonikuunnenda (FHU) og einnig hefur Karl leikið í nokkrum íslenskum kvikmyndum.</p> <p>Vinir og velunnarar Karls höfðu kvatt hann lengi til að hljóðrita efni til útgáfu á CD plötu en hann gaf sér ekki tíma til þess. Það var því mikið gleði efni að árið 1996 þegar fyrsta plata hans kom út á CD en efnið hafði verið til á snældu í um fjögur ár. Innihaldið eru nokkur eftirlætis lög Karls þar sem sveiflustíll hans nýtur sín vel. Með Karli á plötunni er hljómsveitin Neistaflug sem er skipuð Karl Jónatansson (nikka), Edwin Kaaber gítar, Pétur Urbancic kontrabassi, Ingi Karlsson trommur. Auk þess sem fram koma með Karli þeir Sveinn Rúnar Björnsson, Örn Arnarson og Einar Friðgeir Björnsson í einstökum lögum. Ári síðar kom svo platan Lillý.</p> <p align="right">Bárður Örn Bárðarson. Tónlist.is (22. febrúar 2014)</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar Trompetleikari
Hljómsveit Karls Jónatanssonar Harmonikuleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Harmonikuleikari , lagahöfundur og tónlistarkennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.01.2016