Einar Sigurðsson 02.04.1963-
<p><strong>Foreldrar:</strong> Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 16. sept. 1929 á Egilsstöðum, og k. h. Ingiríður Árnadóttir, f. 5. mars 1932 í Reykjavík.</p>
<p><strong>Námsferill:</strong> Gekk í Fossvogs-, Breiðagerðis- og Réttarholtsskóla í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1983; stundaði nám í kontrabassaleik við Tónlistarskóla Kópavogs og djassdeild Tónlistarskóla FÍH 1983-1986; stundaði nám við Tónlistarháskólann í Vínarborg 1986 hjá prófessor Ludwig Streicher og við Konservatorium der Stadt Wien hjá Andrew Ackermann 1987-1991 og lauk þaðan kennara- og lokaprófi 1991; stundaði hljóðupptökunám hjá School of Audio Engineering 1988-1989.</p>
<p><strong>Starfsferill:</strong> Var kontrabassaleikari í Sinfóníuhljómsveitinni í Barcelona á Spáni 1991-1992; lausráðinn kontrabassaleikari í Sinfóníuhljómsveit Ísland frá 1992; hefur leikið í hljómsveit Íslensku óperunnar og Þjóðleikhússins frá sama tíma og ennfremur með ýmsum djasshljómsveitum; var hljóðmaður við Ríkisútvarpið í námsleyfum 1989-1990; dagskrárgerðarmaður í tónlistardeild RÚV, umsjónarmaður Tónstigans og ýmissa annarra þátta 1995-1998 og hljóðmaður við Sjónvarpið frá 1999.</p>
<p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 185. Sögusteinn 2000.</p>
Staðir
Verzlunarskóli Íslands | Nemandi | -1983 |
Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarnemandi | - |
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna | Tónlistarnemandi | 1983-1986 |
Tónlistarháskólinn í Vínarborg | Háskólanemi | 1986-1987 |
Ríkisútvarpið | Dagskrárgerðarmaður | 1995-1998 |
Ríkisútvarpið | Hljóðmaður | 1999- |
Hópar
Hópur 1 | Stöður | Frá | Til |
---|---|---|---|
Sinfóníuhljómsveit Íslands | Kontrabassaleikari | 1992 | |
South River Band | Kontrabassaleikari | 2004 | 2005 |

Dagskrárgerðarmaður , hljóðmaður , háskólanemi , kontrabassaleikari , nemandi og tónlistarnemandi | |
Ekki skráð |
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.10.2015