<p><strong>Foreldrar:</strong> Kolbeinn Guðmundsson, bóndi á Þorvaldsstöðum og Stóra Ási, Hálsahreppi, Borgarfirði, f. 21. sept. 1882 á Kolsstöðum, Hvítársíðuhreppi, d. 9. maí 1958, og kona hans Helga Jónsdóttir, húsfreyja, f. 26. febr. 1885 í Stóra-Ási, d. 30. júlí 1960.</p>
<p><strong>Námsferill:</strong> Gekk í barnaskóla (farskóla) á ýmsum bæjum í Hálsasveit til 14 ára aldurs (1933) og Héraðsskólann í Reykholti 1936-1938; stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1942-1944 og Royal Manchester College of Music 1944-1947 og lauk þaðan prófi 1947.</p>
<p><strong>Starfsferill:</strong> Var óbóleikari í Útvarpshljómsveitinni frá 1947; óbóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-1977 og nótnavörður þar frá 1977; nótnaskrifari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenskri tónverkamiðstöð 1950-1999; tónlistarkennari við Laugarnesskóla í Reykjavík 1977-1992; afleysingakennari (tónlistarkennari) með hléum við Breiðagerðis- og Melaskóla í Reykjavík 1990-2000; var einnig ljósmyndari, bókavörður o.fl. hjá Iðnaðarmálastofnun Íslands 1954-1960 og tækniljósmyndari o.fl. hjá Orkustofnun 1970-1980.</p>
<p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 170. Sögusteinn 2000.</p>
Staðir
Hópar
Tengt efni á öðrum vefjum