Guðmundur Eiríksson -29.10.1734

Prestur fæddur um 1682. Stúdent frá Hólum 1702. Fékk Auðkúlu 01.01.1708 en varð að víkja árið eftir þar sem hann hafði ekki veitingarbréf frá Páli Reyer. Fékk Miðdalaþing vorið 1709. Þar missti hann prestsskap vegna barneignar með konu þeirri er hann giftist síðar. Fékk embættið aftur 1719 og hélt til dauðadags. Vel gefinn maður og skáldmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 1139-40.

Staðir

Auðkúlukirkja Prestur 01.01.1708-1709
Sauðafellskirkja Prestur 1709-1714
Sauðafellskirkja Prestur 1719-1734

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.04.2015