Jón Eyjólfsson 14.03.1814-03.07.1869

Prestur. Stúdent 1835 frá Bessastaðaskóla. Fór til Hafnar en varð að hætta námi vegna fjárskorts. Hann hafði þá misst prestskaparréttindi vegna barneignar. Fékk uppreisn 1842 og Stað í Aðalvík 6. nóvember 1842. Fékk Saurbæjarþing 15. september 1866 og Dýrafjarðarþing 26. febrúar 1868 og lést að Leiti.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 109-10.

Staðir

Staðarkirkja í Aðalvík Prestur 06.11.1842-1866
Staðarhólskirkja Prestur 15.09.1866-1868
Mýrakirkja Prestur 26.02.1868-1869

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.04.2015