Skúli Magnússon 1623-13.12.1711

Prestur. Prestur og aðstoðarprestur í Goðdölum að undnagengnu stúdentsprófi frá Hólum 1641. Aðstoðarprestur 1645 og fékk embættið 1662 og hélt til æviloka. Mikilhæfur maður, nokkuð hrokafullur, var frægur ræðumaður svo fólk kom langt að til þess að hlýða á hann.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 291.

Staðir

Goðdalakirkja Aukaprestur 1645-1662
Goðdalakirkja Prestur 1662-1711

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.01.2017