Kristján Hrannar Pálsson 31.03.1987-

Kristján Hrannar nam klassískan píanóleik hjá Ágústu Hauksdóttur og lagði eftir það stund á jazz-píanóleik í FÍH undir handleiðslu Þóris Baldurssonar. Hann hefur leikið fjölbreytta tónlist með ótal hljómsveitum, hvort heldur sem er jazz, popp, prog-rokk, klezmer, þjóðlagatónlist og svo mætti áfram telja. Hann hefur allar götur síðan leikið undir í ótal viðburðum, afmælum, brúðkaupum o.s.frv. Á árunum 2010-2012 var hann virkur í sveitinni 1860 sem gaf út breiðskífuna Sagan. Þar var hann einn af laga- og textahöfundum, söng aðal- og bakraddir og lék á píanó, kontrabassa, gítar, og harmoniku.

Frá 2012 hefur Kristján Hrannar sungið og leikið á píanó í Fjórum á palli, ásamt Eddu Þórarinsdóttur, Páli Einarssyni og Magnúsi Pálssyni. Flytja þau meðal annars lög úr hinu geysivinsæla leikriti Þið munið hann Jörund.

Árið 2013 markaði tímamót í ferli Kristjáns Hrannars en þá kom fyrsta sólóplata hans, Anno 2013, út hjá DIMMU. Árið 2016 gaf hann út konseptplötuna Arctic take one / Norður taka eitt, sem er spunaverk tileinkað loftslagsbreytingum.

Kristján Hrannar Pálsson (19. maí 2016)

Staðir

Tónlistarskóli Kópavogs Tónlistarnemandi 1999-2002
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarnemandi 2002-2004
Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarnemandi 1994-1999
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarnemandi 2015-2016

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
1860 Gítarleikari, Mandólínleikari, Harmonikuleikari, Hljómborðsleikari og Kontrabassaleikari 2010 2012
4 á palli Söngvari og Píanóleikari 2012 2013
Andrými Hljómborðsleikari 2003 2004

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari, gítarleikari, lagahöfundur, píanóleikari, textahöfundur og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.05.2016