Katrín Sigríður Árnadóttir 30.05.1942-

<p><strong>Foreldrar:</strong> Árni Björnsson, flautuleikari, tónskáld og kennari í Reykjavík, f. 23. des. 1905 í Lóni í Kelduhverfi, N.-Þing., d. 3. júlí 1995, og k. h. Helga Þorsteinsdóttir, f. 26. ágúst 1913 á Narfeyri, Skógarstrandarhr., Snæf.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1960, BA-prófi frá Háskóla Íslands 1966 og stundaði nám við North East Missouri State Teachers College í Missouri, Bandaríkjunum 1962-1963; lauk fiðlukennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1969; sótti einkatíma í fiðluleik hjá David Martin í London sumarið 1964; var við nám í Academie Internationale d'été í Frakklandi sumrin 1973 og 1974 og í Esta Workshops í Englandi sumrin 1975 og 1976; sótti einkatíma hjá Kató Havas í London sumarið 1978; lauk Suzukikennaranámi, 1. stigs, í Reykjavík 1990 og hefur auk þess sótt fleiri stutt námskeið hérlendis 1983-2000.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Var fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1961-1994; fiðluleikari í Stavanger Symphonie Orkester 1974-1975; fiðlukennari við Barnamúsíkskólann/Tónrnenntaskóla Reykjavíkur 1967-1984, Nýja Tónlistarkólann 1984-1986 og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar frá 1986; leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi og Íslendinga erlendis fyrir ýmsa vinnuveitendur 1964-1992; dagskrárþulur í Ríkisútvarpi-sjónvarpi 1980-1985; framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar æskunnar á vornámskeiði 1991.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 214-215. Sögusteinn 2000.</p>

Staðir

Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -1960
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1969
Tónmenntaskóli Reykjavíkur Fiðlukennari 1974-1975
Nýi tónlistarskólinn Fiðlukennari 1984-1986
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Fiðlukennari 1986-

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1961 1994

Fiðlukennari , fiðluleikari , nemandi og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 23.12.2014