Sigurður Eyjólfsson 1643-1707
Prestur. Fæddur um 1643. Lærði í Skálholti. Vígðist aðstoðarprestur að Kálfatjörn 11. júlí 1669 og tók við embættinu árið eftir. Fékk Arnarbæli 1689 en missti þar prestskap vegna of bráðrar barneignar með konu sinni. Settur prestur á Stað í Grindavík 24. desember 1702 og hélt til æviloka, 1707.
Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 218.
Í íslenskum æviskrám er skráð að Sigurður sé fæddur um 1543. Það getur ekki verið og má ætla að þarna skeiki nákvæmlega einni öld ef miðað er við önnur ártöl og tímasetningar á ævi sr. Sigurðar.
Staðir
Kálfatjarnarkirkja | Aukaprestur | 11.07.1669-1670 |
Kálfatjarnarkirkja | Prestur | 1670-1689 |
Arnarbæliskirkja | Prestur | 1689-1698 |
Staðarkirkja í Grindavík | Prestur | 24.12.1702-1707 |

Aukaprestur og prestur | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.06.2014