Anna Jónsdóttir -

Anna Jónsdóttir lærði við Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Alinu Dubik og lauk þaðan burtfararprófi vorið 2003 og einsöngvaraprófi í árslok 2004. Veturinn áður hafði hún stundað nám við Tónlistarháskólann í Búkarest þar sem aðalkennari hennar var Maria Slatinaru.

Anna hélt debut-tónleika í Hafnarborg haustið 2006. Árið 2008 gaf hún út hljómdiskinn Móðurást, á honum eru íslensk sönglög sem fjalla öll á einhvern hátt um móðurkærleikann. Í fyrrasumar tók hún þátt í alþjóðlegu tónlistarsamstarfi á vegum Omi International Arts Center í Ghent í New York ríki, þar sem hún dvaldi sem gistilistamaður. Anna tekur virkan þátt í íslensku tónlistarlífi með einsöngstónleikum og þátttöku í stærri verkefnum.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 30. ágúst 2011.


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.10.2013