Sólveig Steinþórsdóttir 30.12.1995-
Sólveig hóf fiðlunám þriggja ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur við Allegro Suzukitónlistarskólann. Á árunum 2008-2013 var hún nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Frá haustinu 2014 hefur hún stundað nám við Listaháskólann í Berlín, Universität der Künste Berlin, undir handleiðslu Eriku Geldsetzer. Sólveig hefur sótt fjölda meistaranámskeiða hér heima og erlendis, m.a. í Þýskalandi, Sviss, Bandaríkjunum og á Ítalíu. Hún hefur spilað fyrir marga virta fiðluleikara, þar á meðal Christian Tetzlaff, Ulf Hoelscher og Roland Vamos. Sólveig hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum árin 2009 og 2011 og á tónleikunum Ungir einleikarar árið 2013. Enn fremur hefur hún komið fram sem einleikari með hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík árið 2010, á hátíðartónleikum á Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu árið 2013, á lokatónleikum á Internationale Sommerakademie Cervo á Ítalíu og með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins árið 2015. Í mars 2016 sótti Sólveig námskeið í Neustadt an der Weinstraße hjá Sebastian Schmidt og tók þar þátt í fiðlukeppni á vegum námskeiðsins og fékk 2. verðlaun.
Úr auglýsingu fyrir opnunartónleika Tónlistarhátíðar unga fólksins 2016
Staðir
Menntaskólinn við Hamrahlíð | Nemandi | - |
Tónlistarskólinn í Reykjavík | Tónlistarnemandi | 2008-2013 |
Listaháskólinn í Berlín | Háskólanemi | 2014- |
Allegro Suzukitónlistarskóli | Tónlistarnemandi | 1999-2008 |
Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari, háskólanemi, nemandi og tónlistarnemandi | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð |
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.08.2016