Friðrik Theodórsson 07.02.1937-28.03.2014

<p>Friðrik lauk prófi við Verslunarskóla Íslands 1955 og réðst þá til Sambands Íslenskra Samvinnufélaga, var meðal annars þrjú ár hjá Iceland Seafood í Harrisburg. Hann var sjö ár hjá Loftleiðum, en hefur síðan verið hjá Rolf Johansen & Co.</p> <p>Friðrik lék á kontrabassa með ýmsum hljómsveitum í 25 ár, en á básúnu síðustu tíu árin og bregður fyrir sig „scat“ söng á góðum degi. Hann hefur verið í stjórn Jazzhátíðar Reykjavíkur síðustu 12 árin og framkvæmdastjóri hennar síðustu 3 ár. Friðrik er kvæntur Eddu V. Eiríksdóttur, starfsmannastjóra Veðurstofu Íslands, og eiga þau 3 dætur.</p> <p align="right">Morgunblaðið 8. október 2002, bls. 8.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Dixielandhljómsveit Árna Ísleifssonar Söngvari og Básúnuleikari

Viðtöl

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari , básúnuleikari og söngvari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.01.2016