Kolbeinn Jón Ketilsson 08.02.1962-

<p>Kolbeinn Jón lauk burtfararprófi frá Nýja Tónlistarskólanum og síðar frá Tónlistarháskóla Vínarborgar. Hann hefur sungið mörg veigamestu tenórhlutverk óperubókmenntanna, m.a. titilhlutverkin í Ævintýrum Hoffmanns, Don Carlo og Parsifal, Tristan og Tannhäuser, Lohengrin, Florestan, Erik, Tamino, Max, Cavaradossi og Don José. Hjá Íslensku óperunni hefur hann m.a. sungið Alfredo í La Traviata, Rodolfo í La Bohème, Erik í Hollendingnum fljúgandi og Tenórinn í Ariadne á Naxos.</p> <p>Kolbeinn söng hlutverk Enée í Les Troyens á tónlistarhátíðinni í Salzburg við lofsamlegar viðtökur áheyrenda og gagnrýnenda. Hann hefur komið fram í óperum á öllum Norðurlöndunum, í Norður-Ameríku og víðsvegar um Evrópu, m.a. í Staatsoper í München, Parísaróperunni, óperunni í Genf og óperunni í Valencia, og starfað með mörgum frægustu hljómsveitarstjórum heims, m.a. Antonio Pappano, Lorin Maazel, Kurt Masur, Kent Nagano og Zubin Metha. Hann söng Radames í Aidu í fyrstu uppsetningu nýja óperuhússins í Kaupmannahöfn árið 2005, og tenórhlutverkið í 9. sinfóníu Beethovens á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu undir stjórn Vladimirs Ashkenazy í vorið 2011. Hann söng hlutverk Don José í uppfærslu Íslensku óperunnar á Carmen haustið 2013.</p> <p align="right">Af vef Íslensku óperunnar (17. mars 2016)</p>

Staðir

Verzlunarskóli Íslands Nemandi -
Tónlistarháskólinn í Vínarborg Háskólanemi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , nemandi og söngvari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.03.2016