Egill Eldjárnsson 06.05.1725-29.12.1802

Prestur sem fæddur var 1725, líklega 6. maí. Stúdent frá Skálholtsskóla 1738 með ágætum vitnisburði. Varð djákni í Viðey 10. júní 1746 og var þar til hann fékk Mosfell í Mosfellssveit 23.07. 1752, fékk Útskála 26. september 1753 þar til 1788 að hann var dæmdur frá embætti fyrir drykkjuóspektir. Vel gefinn maður, ræðumaður góður og skáldmæltur. Hann lét sér annt um jarðyrkju og fékk verðlaun frá danska landbúnaðarfélaginu. Hann var töluvert drykkfelldur og komst í illdeilur við menn og loks kærður af landfógeta og missti prestskap.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 328-29.

Staðir

Mosfellskirkja Prestur 23.07.1752-1753
Útskálakirkja Prestur 26.09.1753-1788

Djákni og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 4.06.2014