Þórður Sveinbjörnsson (Thordur John Wilhelm Swinburne) 02.04.1891-22.12.1984

<p>Thordur J. W. Swinburne er fæddur í Edinborg á Skotlandi 2. apríl 1891. Foreldrar hans vor tónskáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson, síðar prófessor, og kona hans Eleanor, fædd Christie, skotsk að uppruna, sem nú stendur á áttræðu og á heima hjá börnum sínum í Calgary, Alberta.</p> <p>Thordur útskrifaðist í læknisfræði frá háskólanuni í Edinborg með besta vitnisburði 1914, var síðan tvö ár í styrjöldinni 1914 – 1918 en var leystur úr herþjónustu, þegar heilsan brotnaði í öngþveiti stríðsins. Hann fluttist með fólki sínu til Canada árið 1919 og stundaði lækningar um nokkur ár til og frá í Vesturlandinu.</p> <p>Thordur var snemma mjög listrænn, lék á hljóðfæri og æfði listmálningu í frístundum sínum framhjá haskólanáminu. Var olíumynd sú, er hann gerði af föður sínum, um eitt skeið höfð til sýnis á listasafni Edinborgar, sem ekki leyfir aðgöngu nema bestu tegund málverka. Eigi er mer ljóst, hvort Thordur hefir iðkað málaralistina á síðari árum að mun, en eftir því sem tímar liðu fram fór hann að gefa sig meir og meir að tónlistinni. Má geta sér þess til, að eftir að faðir hans hvarf af sviðinu og harpa hans var rofin strengjum, hafi þögnin og tómleikinn knúð hann til að taka upp merkið og halda því á lofti eftir bestu getu. Eitt er víst, að á síðasta áratug, eða svo, hefir hugur hans leitað sér léttis í frumsömdum tónverkum, bæði til söngs og fyrir ýms hljóðfæri, svo sem pípuorgan, fiðlu og píanó. Kann eg að nefna tíu, sem hér segir:</p> <ol> <li>Sónata í A-dúr fyrir fiðlu og slaghörpu.</li> <li>Fugue í F-dúr fyrir fóttroðið organ.</li> <li>Spring Song, sóló og píanó, við kvæði eftir systur hans Helen Swinburne.</li> <li>Only for Love, annað lag samskonar við kvæði eftir sama höfund.</li> <li>The Sleep, fjórraddað lag með orgelundirspili. Kvæði eftir Elisabeth B. Browning</li> <li>6 – 10: Stuttir hljóðfæraslagir fyrir orgel með fótabassa. Voluntary (F-dúr) Impromtu (B-flat-dúr), Prelude (F-dúr), Prelude og Fugue í G., Sonata (1. movement).</li> </ol> <p align="right">Thordur J. W. Swinburne. Nokkur Vestur-Íslensk tónskáld. Gísli Jónsson. Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga. 1. janúar 1950, bls. 81.</p>

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

1 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
1955 SÁM 87/1015 EF Segir frá árunum í Edinborg, heimsókn Matthíasar Jochumssonar og fleiru Þórður Sveinbjörnsson 35669

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Listmálari , tónlistarmaður og tónskáld

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.12.2017