Eggert Jónsson 20.04.1775-24.07.1846
<p>Prestur. Stúdent úr heimaskóla Geirs Vídalín 1796. Vígðist aðstoðarprestur afa síns að Álftamýri 1. október 1797 og fékk prestakallið 25. september 1798. Fékk Skarðsþing 18. ágúst 1800 og hélt til dauðadags. Hann var maður harðdrægur enda stórauðugur og átti lengstum í erjum við ýmsa menn, skylda sem óskylda.</p>
<p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 322-23. </p>
Staðir
Álftamýrarkirkja | Aukaprestur | 01.10.1797-1798 |
Skarðskirkja | Prestur | 25.09.1798-1846 |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.07.2015