Gréta Hergils Valdimarsdóttir 14.12.1976-

<p>Gréta Hergils stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík undir handleiðslu Signýjar Sæmnundsdóttur og Iwonu Aspar Jagla og hélt burtfarartónleika vorið 2007. Hún stundaði einnig nám við söngskólann Hjartans mál þar sem kennari hennar var Björk Jónsdóttir. Gréta hefur sótt einkatíma hjá Guðmundu Elíasdóttur, Sólrúnu Bragadóttur, Sigurði Demetz, Viggo Petersen, Anton Steingruber og Robin Stapleton og masterklass námskeið hjá Robin Stapleton og Donald Kaasch. Meðal uppsetninga sem Gréta hefur tekið þátt í þátt í hjá Íslensku óperunni eru Hollendingurinn fljúgandi, Macbeth, Brúðkaup Fígarós, Sweeney Todd, The Rake‘s Progress, Cavalleria Rusticana, Pagliacci og Hel.</p> <p>Gréta söng með Óperukór Reykjavíkur óratoríuna Elía í Carnegie Hall. Þá söng hún hlutverk Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós með Nemendaóperu Söngskólans. Gréta hefur komið fram sem einsöngvari m.a. sem gestur á nýárstónleikum „Tenóranna þriggja í Háskólabíói og í Stabat Mater í Bústaðakirkju og á jólatónleikum Frostrósa Klassík, auk þess sem hún kom fram ásamt þremur öðrum söngvurum fyrir hönd Íslensku óperunnar á Evrópska óperudeginum fyrir nokkrum misserum. Hún söng hlutverk Ceprano greifynju í Rigoletto hjá Íslensku óperunni haustið 2010.</p> <p align="right">Af vef Íslensku óperunnar (14. mars 2016)</p>

Staðir

Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -2007
Söngskóli Sigurðar Demetz Tónlistarnemandi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.03.2016