Jón Hallsson 13.07.1809-31.05.1894

Prestur. Stúdent 1835 frá Bessastaðaskóla. Stundaði kennslu og bústörf þar til hann fékk uppreisn fyrir of bráða barneign með konu sinni. Vígðist aðstoðarprestur að Felli í Sléttuhlíð 6. júní 1841og fekk það 18. maí 1842; fékk Goðdali 9. júlí 1847, Miklabæ 19. apríl 1858 og Glaumbæ 14. mars 1884 og fékk þar lausn frá embætti 30. janúar 1894. Prófastur í Hegranesþingi 1851-1889. Auðmaður en þó rausnarlegur, búmaður mikill. Fluttist á Sauðárkrók og andaðist þar.

Staðir

Fellskirkja Aukaprestur 06.06.1841-1842
Fellskirkja Prestur 18.05.1842-1847
Goðdalakirkja Prestur 09.07.1847-1858
Miklabæjarkirkja Prestur 15.04.1858-1884
Glaumbæjarkirkja Prestur 14.03.1884-1890

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 30.12.2016