Þórir Úlfarsson 10.05.1973-

<p>Þórir Úlfarsson hóf feril sinn fyrir alvöru aðeins 14 ára gamall og lék þá með blúshljómsveit Bobby Harrisson, og hljómsveitinni “Bjarna Ara og Búningarnir”. Sextán ára gamall spilaði hann í fyrsta skipti með hljómsveitinni Mannakorn, og hefur leikið með þeim reglulega síðan.</p> <p>Þórir var um árabil píanóleikari í hljómsveit Gunnars Þórðarssonar , þar sem unnið var meðal annars í sjónvarpi og í nokkrum sýningum á Broadway t.d (Abba, Bee Gees, Queen, Viva Latino, Prímadonnur, Rolling stones, og fl.)</p> <p>Þórir hefur einnig leikið með mörgum af þekktustu hljómsveitum/listamönnum landsins eins og t.d.: Trúbrot, Hljómum, Björgvini Halldórssyni, Mannakornum, Páli Rósinkranz, Stefáni/ Hilmarssyni, Eiríki Haukssyni og mörgum fleiri. Undanfarin þrjú ár hefur Þórir verið hljómsveitarstjóri á Broadway í sýningunum (Tina Turner Tribute, George Michael í 15 ár og Madonna tribute).</p> <p>Þá hefur Þórir leikið inn á plötur í rúmlega 15 ár og eru plöturnar komnar á vel á annað hundrað... auk þess sem hann hefur stýrt upptökum á mörgum þeirra.</p> <p align="right">Af fjarupptokur.is 12. maí 2015</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Píanóleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.05.2015