Jón Kolbeinsson 1765-8.11.1836

Kaupmaður. Stúdent frá Skálholti 1784 með miklum ágætum. Lagt var að honum að taka Skeggjastaði 4. nóvember 1790 en hann neitaði. Því er hann skráður í prestatal sr. Sveins þrátt fyrir að hann starfaði aldrei sem slíkur. Flutti til Stykkishólms og gerðist auðugur kaupmaður þar.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 211.


Kaupmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 30.11.2017