Inga Jónína Backman 21.06.1947-
Meðal óperuhlutverka Ingu má nefna Suor Angelica í samnefndri óperu eftir Puccini í uppfærslu óperusmiðjunnar og Frú Emilíu, hlutverk Mimiar í La Boheme í uppfærslu Borgarleikhússins og Óperusmiðjunnar og einsöng í Jörvagleði eftir Auði Bjarnadóttur og Hákon Leifsson í uppfærslu Svöluleikhússins. Þá hefur Inga sungið í Messíasi, óratoríu Händels, og í Árstíðunum eftir Haydn.
Inga var ráðin í hlutastarf hjá Neskirkju sem söngkennari og stjórnandi Kórs eldri félaga árið 1986. Hefur hún síðan starfað mikið sem söngvari innan vébanda þjóðkirkjunnar. "Lýrisk sópranrödd á vel við kirkjulega tónlist og ég hef sungið mikið á hátíðum og við jarðarfarir," segir Inga og bætir við að hún hafi öðlast mikla reynslu við að syngja við jarðarfarir en hún er félagi í Hljómkórnum, félagsskap tíu kunnra söngvara, sem sérhæfir sig í söng við slíkar aðstæður.
Inga hefur jöfnum höndum lagt stund á kirkjusöng, ljóðasöng og óperusöng frá því hún lauk söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1988. Hefur hún meðal annars komið fram sem einsöngvari með Pólýfónkórnum, Söngsveitinni Filharmóníu, Karlakór Reykjavíkur og Vox feminae.
Úr fréttatilynningu í Lesbók Morgunblaðsins 11. nóvember 1995
Staðir
Söngskólinn í Reykjavík | Tónlistarnemandi | -1988 |
Menntaskólinn í Reykjavík | Nemandi | - |
Hópar
Hópur 1 | Stöður | Frá | Til |
---|---|---|---|
Hljómkórinn | Söngkona | 1993 |
Tengt efni á öðrum vefjum

Kórstjóri, nemandi, söngkennari, söngkona og tónlistarnemandi | |
Ekki skráð |
Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 12.12.2017