Arngrímur Jónsson 03.03.1923-25.02.2014

<p>Prestur. Arngrímur fæddist 3. mars 1923 í Arnarnesi á Galmaströnd við Eyjafjörð. Arngrímur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní 1943. Hann útskrifaðist sem guðfræðingur frá Háskóla Íslands 28. maí 1946 og sótti framhaldsnám í messu- og helgisiðafræðum í Oxford. Þá lauk hann doktorsprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 2. febrúar 1992. Hinn 7. júlí 1946 var Arngrímur vígður sóknarprestur að Odda á Rangárvöllum, aðeins tuttugu og þriggja ára að aldri, þar sem hann þjónaði til ársins 1964. Sama ár var hann skipaður sóknarprestur í Háteigsprestakalli sem hann gegndi til 1. nóvember 1993 er hann lét af embætti fyrir aldurssakir. Arngrímur gegndi fjölda trúnaðarstarfa og var meðal annars í um tíu ár í stjórn Prestafélags Íslands og var gerður að heiðursfélaga árið 1993. Hann hlaut heiðursmerki bresku krúnunnar MBE, árið 1993. Þá skrifaði Arngrímur fjölda ritgerða og tímaritsgreina um guðfræði og helgihald.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal Björns Magnússonar 1847 – 1976 bls. 15-16</p> <p align="right">Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 26. febrúar 2014, bls. 6.</p>

Staðir

Oddakirkja Prestur 04.07.1946-1963
Háteigskirkja Prestur 1963-1993
Útskálakirkja Prestur 1995-1996

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.08.2018