Freyja Gunnlaugsdóttir 10.01.1979-

<p>Freyja Gunnlaugsdóttir stundaði klarinettunám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Kjartani Óskarssyni og útskrifaðist þaðan vorið 1999. Þá hóf hún nám við Hochschule für Musik - Hanns Eisler í Berlín og lauk þaðan Magistersprófi í klarinettuleik vorið 2005 með hæstu einkunn, og síðar Konzertexamen úr einleikaradeild. Kennari hennar var Karl-Heinz Steffens prófessor.</p> <p>Freyja hefur leikið við ýmsar hljómsveitir og kammerhópa svo sem Berliner Symphoniker, Staatsorchester Frankfurt, Komische Oper Berlin, og Teatro de la Opera í Madrid. Hún hefur komið fram sem einleikari með hljómsveitum á borð við Pólsku kammersveitina, Berliner Symphoniker og Preußische Kammerorchester. Freyja hefur frumflutt fjölda einleiksverka fyrir klarinettu og hljóðritað fyrir ítalska útgáfufyrirtækið Stradivarius. Árið 2010 stofnaði hún útgáfufyrirtækið Tjara sem á síðasta ári gaf út tvo geisladiska með leik Tríó Bliks, Kviðu og Hugsaðu um búskapinn, hættu að daðra. Sá síðari er með þeirri efnisskrá sem hér er leikin. Freyja var kjörin bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2010.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 2. ágúst 2011.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1999
Hanns Eisler tón­list­ar­há­skól­i í Berlín Háskólanemi 1999-2005

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , klarínettuleikari , tónlistarmaður og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.07.2015