Markús Magnússon 02.04.1748-21.08.1825
<p style="margin-left: -0.05pt;">Prestur. Fékk Garða á Álftanesi 2. október 1780 og hélt til dauðadags. Árið 1782 var hann skipaður prófastur í Kjalarnesþingi og hafði það embætti á hendi til 1821, að hann sagði því af sér. Eftir lát Hannesar biskups Finnssonar var hann settur stiftprófastur yfir Skálholtsstifti 18. ágúst 1796 og þjónaði þá biskupsembættinu, þangað til Geir biskup Vídalín tók við árið eftir. Hann var einn af stofnendum hins íslenska biblíufélags 1816 og einn af helstu styrktarmönnum hins íslenska landsuppfræðingarfélags ; einnig stofnaði hann um 1790, ásamt Jóni landlækni Sveinssyni, hið fyrsta lestrarfélag hér á landi, fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu, Árness- og Rangárvallasýslu, en það stóð að eins um 10 ár. Hann sneri á íslensku Sturmshugvekjum, er ná frá veturnóttum til langaföstu (1.-2. B. Leirárg. 1797 -98 og 3. B. á Beitistöðum 1818, síðast allar í Viðey 1838).</p>
<p align="right">Heimild: Guðfræðingatal, Hannes Þorsteinsson, Gutenberg 1907 - 1910.</p>
Staðir
Garðar | Prestur | 02.10. 1780-1825 |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.06.2014