Markús Magnússon 02.04.1748-21.08.1825

<p style="margin-left: -0.05pt;">Prestur. Fékk Garða á Álftanesi 2. október 1780 og hélt til dauðadags. Árið 1782 var hann skipaður prófastur í Kjalarnesþingi og hafði það embætti á hendi til 1821, að hann sagði því af sér. Eftir lát Hannesar biskups Finns­sonar var hann settur stiftprófastur yfir Skál­holtsstifti 18. ágúst 1796 og þjónaði þá biskups­embættinu, þangað til Geir biskup Vídalín tók við árið eftir.  Hann var einn af stofnendum hins íslenska biblíufélags 1816 og einn af helstu styrktarmönnum hins íslenska lands­uppfræðingarfélags ; einnig stofnaði hann um 1790, ásamt Jóni landlækni Sveinssyni, hið fyrsta lestrarfélag hér á landi, fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu, Árness- og Rangárvallasýslu, en það stóð að eins um 10 ár. Hann sneri á ís­lensku Sturmshugvekjum, er ná frá vetur­nóttum til langaföstu (1.-2. B. Leirárg. 1797 -98 og 3. B. á Beitistöðum 1818, síðast allar í Viðey 1838).</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal, Hannes Þorsteinsson, Gutenberg 1907 - 1910.</p>

Staðir

Garðar Prestur 02.10. 1780-1825

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.06.2014