Þorlákur Grímsson 1659 um-06.1745

Prestur. Lærði íHólaskóla , fór utan 1685 og skráður í Hafnarháskóla8. september sama ár. Varð attestatus. Fékk vonarbréf fyrir Grenjaðarstað 21. maí 1687 og kom til landsins það sama ár.Seldi vonarnréf sitt fyrir 40 hundraða. Vígðist aðstoðarprestur sr. Þorsteins Ólafssonar í Miklagarði og tók við að fullu 1708-9. Hann gegndi og Saurbæjarsókn 1707-08. Vikið frá störfum, tímabundið, 1724 vegna misfellna við altarisþjónustu. Prestastefna aflétti brottvikningunni 26. september 1724. Lét af prestskap 1743.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 156.

Staðir

Miklagarðskirkja Aukaprestur 1703-1708
Miklagarðskirkja Prestur 1708-1743

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 8.06.2017