Einar Gunnar Jónsson 01.03.1930-17.02.2008

<p>Einar Gunnar gekk í Barnaskóla Akureyrar og fljótlega eftir fermingu tók vinnan við. Hann vann við ýmis störf, bæði til sjós og lands. Árið 1946 vann hann á Hótel Norðurlandi, bæði í fatageymslu og sem næturvörður. Það var þar sem tónlistaráhugi hans vaknaði.</p> <p>Einar Gunnar fluttist til Reykjavíkur árið 1949 þar sem honum bauðst að spila með nýstofnuðum KK-sextetti. Síðar spilaði hann m.a. með Jose Riba í Silfurtunglinu og í Rondótríóinu. Um tíma gerði Einar Gunnar hlé á spilamennsku sinni og gerðist kokkur á Fjallfossi. Í Reykjavík starfaði hann m.a. á sendibílastöð, fasteignasölu, hjá Verslunarsambandinu og við sjálfstæðan verslunarrekstur.</p> <p>Árið 1970 fluttust Einar Gunnar og fjölskylda til Akureyrar. Hann vann um tíma hjá Sláturhúsi KEA en síðan hjá Olíuverslun Íslands, fyrst sem umsjónarmaður við nýbyggingu félagsins við Tryggvabraut en síðar sem verkstjóri. Því starfi gegndi hann þar til hann lét af störfum 1. maí 2000, þá sjötugur að aldri.</p> <p>Tónlistina lagði Einar Gunnar ekki á hilluna eftir að hann flutti norður til Akureyrar. Hann spilaði til margra ára með Lúðrasveit Akureyrar, með Hauki Ingimarssyni sem vildarvinir í Laufási við Eyjafjörð og í Þjónustumiðstöð aldraðra í Víðilundi. Félagsmálin skipuðu ætíð stóran sess í lífi Einars Gunnars. Hann var virkur félagsmaður í Verkstjórafélagi Akureyrar og nágrennis, Leikfélagi Akureyrar, Lionsklúbbi Akureyrar, Stangveiðifélaginu Flúðum og Lúðrasveit Akureyrar, þar sem hann sat sem formaður í mörg ár.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 28. febrúar 2008.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
KK-sextett Trommuleikari 1949-08 1950-03

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Trommuleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.08.2014