Sigríður Thorlacius 21.11.1982-

<p>Sigríður Thorlacius er fædd í Reykjavík fyrir rúmlega 30 árum síðan. Hún gekk hinn hefðbundna menntaveg auk þess að leggja stund á tónlistarnám frá barnsaldri. Að loknu nokkurra ára námi á píanó við Tónmenntaskóla Reykjavíkur, hóf hún klassískt söngnám við Söngskólann í Reykjavík þar sem aðalkennari hennar var Elísabet Eiríksdóttir. Hún ákvað að söðla um og innritaðist í Tónlistarskóla FÍH haustið 2004 og lauk þaðan burtfararprófi frá jazzdeild skólans vorið 2008. Kennarar hennar þar voru þau Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Sigurður Flosason. Samfara söngnámi gekk Sigríður í Menntaskólann við Hamrahlíð og söng í kór skólans og síðar Hamrahlíðarkórnum, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, í rúm tíu ár.</p> <p>Í gegnum starf sitt þar kynntist hún félögum sínum í hljómsveitinni Hjaltalín, en hún gekk til liðs við þá sveit árið 2006 og hefur starfað með þeim síðan. Sveitin hefur gefið út þrjár hljóðversplötur auk tónleikaplötu og -myndar sem tekin var upp á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit íslands snemmsumars 2010, ásamt því að hafa samið tónlist fyrir bíómyndir og leikhús. Sigríður og Heiðurspiltarnir hennar gáfu út plötuna Á ljúflingshól haustið 2009, en sú plata inniheldur lög þeirra bræðra Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Auk eigin verkefna hefur Sigríður sungið með ótal öðrum íslenskum listamönnum. Má þar t.d. nefna Retro Stefson, Baggalút, Björgvin Hallórsson, Memfismafíuna og Megas.</p> <p>Sigríður hefur tvisvar sinnum verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna, árið 2013 og 2010, en þá vann hún verðlaunin sem rödd ársins. Hjaltalín var sama ár verðlaunuð fyrir plötu sína Terminal.</p> <p align="right">A FaceBook-síðu Sigríðar (8. janúar 2014).</p>

Staðir

Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarnemandi -
Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarnemandi 2004-2008
Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Geislar Söngkona 2014
Hjaltalín Söngkona

Tengt efni á öðrum vefjum

Nemandi , söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Ólöf Anna Jóhannsdóttir uppfærði 14.08.2016