Oddur Eyjólfsson (eldri) -1702

Brynjólfur biskup Sveinsson tók pilt að sér og kom honum í Skálholtsskóla og var hann í hans þjónustu eftir stúdentspróf. Skráður í stúdentatölu við Hafnarháskóla og lauk þaðan prófi 16. júlí 1659. Kom til landsins 1660, varð rektor í Skálholti 1661 og vígðist 20. janúar 1667 sem aðstoðarprestur tengdaföður síns, sr. Þorsteins Jónssonar í Holti undir Eyjafjöllum og fékk prestakallið eftir að hann lét af störfum sama ár. Varð prófastur í Rangárþingi 1692 til æviloka. Hann var presta mest metinn um sína daga, orðlagður lærdómsmaður, bar gott skyn á stjarnfræði og sönglist.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ IV bindi, bls. 9-10.

Staðir

Holtskirkja undir Eyjafjöllum Aukaprestur 20.01.1667-1667
Holtskirkja undir Eyjafjöllum Prestur 1667-1702

Aukaprestur, prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.01.2014