Vigfús Helgason -

Prestur á 17. öld. Var orðinn prestur í Breiðavíkurþingum eigi síðar en 1622 og hélt til 1669 er hann lét af prestskap. Hann var lifandi 23. júní 1674 og bjó þá á Lundum í Stafholtstungum. Sagt er að hann hafi eitt sinn, í víneklu notað brennivín í stað messuvíns, og hafi kerling ein, sem gekk til altaris, sagt: "Beiskur ertu nú, Drottinn minn." Talið að þetta hafi verið 1638 og hafi Vigfús misst prestakallið tímabundið.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 50-51.

Staðir

Breiðuvíkurkirkja Prestur 1622-1669

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.01.2015