Mark Reedman (Mark Markús Reedman, Mark Nöel Reedman) 17.11.1946-

<p>Mark nam við Royal College of Music í London og lauk námi þar með A.R.C.M. prófi. Hann hlaut Fullbright og Frances Toye styrk til að stunda framhaldsnám við Eastman School of Music í Bandaríkjunum og lauk því með Bmus gráðu, sem hann fékk með láði. Aðalkennarar hans voru Antonio Brosa og ísraelski fiðluleikarinn Zvi Zeitlin. Mark vann til ýmissa verðlauna meðan á námi stóð og vann t.d. einleikarakeppni innan Royal College of Music tvisvar sinnum. Eftir að námi lauk starfaði Mark með ýmsum hljómsveitum og stundaði kennslu í Bandaríkjunum og Kanada. Hann lék bæði með Ensku kammersveitinni í London og Rochester Philharmonic N.Y.</p> <p>Eftir að Mark settist að á Íslandi hefur hann starfað með hléum við Sinfóníuhljómsveit Íslands bæði sem fiðluleikari og víóluleikari og verið leiðari bæði í 2. fiðlu og víólusveit hljómsveitarinnar. Ennfremur hefur hann stjórnað hljómsveitinni nokkrum sinnum.</p> <p>Mark hefur mikla reynslu í flutningi kammertónlistar og hefur sem slíkur tekið þátt í fjölmörgum tónlistarhátíðum í Bandaríkjunum og Englandi ýmist sem flytjandi, kennari eða stjórnandi. Á löngum kennsluferli við Tónlistarskólann í Reykjavík hefur Mark kennt fiðluleik og kammermúsík. Frá árinu 1978 hefur hann einnig stjórnað eldri strengjasveit skólans. Sveitin vann til verðlauna þegar hún tók þátt í alþjóðlegu strengjasveita tónlistarkeppninni "International Jeunesses Musical Competition" í Belgrad 1982. Strengjasveitin hefur síðan, undir leiðsögn og stjórn Mark, tekið þátt í nokkrum alþjóðlegum hátíðum og var síðast boðin á "Berlin International Festival" 2002 þar sem hún hlaut frábæra dóma fyrir leik sinn. Eldri strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík hefur haldið sjálfstæða tónleika í Reykjavík, þar á meðal á Listahátíð, í Kópavogi, Keflavík, á Akureyri, Ísafirði og flutt helstu verk sem samin hafa verið fyrir strengjasveitir. Sveitin hefur verið hljóðrituð af Ríkisútvarpinu og Sjónvarpinu, sænska útvarpinu og BBC.</p>

Staðir

Konunglegi tónlistarháskólinn í London Háskólanemi -
Eastman tónlistarháskólinn Háskólanemi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari og Víóluleikari 1977 1983
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari og Víóluleikari 1990

Skjöl

Mark Reedman Mynd/jpg
Mark Reedman Mynd/jpg

Fiðlukennari , fiðluleikari , háskólanemi , stjórnandi og víóluleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.06.2016