Sveinn Jónsson 1757-26.07.1829

Prestur. Stúdent 1780 frá Skálholtsskóla. Aðstoðarprestur hjá föður sínum að Stað í Steingrímsfirði frá 3. ágúst 1783, fékk Prestbakka í Hrútafirði 18. desember 1794, Hestþing 2. apríl 1811, Miklaholt 11. desember 1812 og var þar til 1817 en lét laust vegna fátæktar. Var millibilsprestur í Breiðavíkurþingum 1822-26 og fékk þá Grímsey 22. október 1826, fór út 1827 og sagði af sér prestskap 9. júní 1828, flutti þá að Miklagarði og andaðist þar. Talinn ekki skarpur að gáfum en þó andríkur kennimaður, heldur hégómlegur, enginn búsýslumaður og alltaf fremur fátækur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 370-72.

Staðir

Staðarkirkja í Staðardal, Steingrímsfirði Aukaprestur 03.08.1783-1794
Prestbakkakirkja Prestur 18.12.1794-1811
Hestkirkja Prestur 02.04.1811-1812
Miklaholtskirkja Prestur 11.12.1812-1817
Breiðuvíkurkirkja Aukaprestur 1822-1826
Miðgarðakirkja Prestur 22.10.1826-1828

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.11.2014