Wilhelm Lanzky-Otto 30.01.1909-13.04.1991

<blockquote>... Árið 1945 kom hingað maður sem síðar átti eftir að verða einn af helstu hornleikurum Norðurlandanna; Wilhelm Lanzky-Otto. Hann var fæddur árið 1909 í Kaupmannahöfn, inn í mikla tónlistarfjölskyldu. Hann fór ungur að læra á píanó, síðar bættist fiðla við og loks hornið að áeggjan föður hans, sem vissi sem var að góðir horneikarar eru ekki á hverju strái. Tveimur árum síðar var hann farinn að vinna fyrir sér sem hornleikari í hljómsveitum, en hélt samt áfram píanónáminu. Í árslok árið 1945 var honum boðin staða sem píanókennari við Tónlistarskóla Íslands og sem hornleikari við Hljómsveit Reykjavíkur eins og hún hét þá. Hann var af sumum talinn hafa haft fullnáið samstarf við þýska hernámsliðið í Danmörku og þurfti því að komast í burtu. Hér var hann fram til ársins 1951, eða í sex ár, kenndi á píanó og horn í Tónlistarskólanum í Reykjavík og spilaði fyrsta horn í hljómsveitinni...</blockquote> <p align="right">Úr grein Inginbjargar Eyþórsdóttur: Erlendir tónlistarmenn á Íslandi á 20. öld – Grein 3: Breytt heimsmynd í kjölfar velmegunar.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Píanókennari 1945-1951
Tónlistarskólinn í Reykjavík Hornkennari 1945-1951

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Reykjavíkur Hornleikari 1945 1951

Tengt efni á öðrum vefjum

Hornkennari , hornleikari , píanókennari , píanóleikari , stjórnandi og tónlistarkennari
Ekki skráð

Ásdís Einarsdóttir uppfærði 7.09.2015