Gísli H. Kolbeins 30.05.1926-10.06.2017

<p>Prestur. Stúdent frá MA 1947. Cand. theol. frá HÍ 31. maí 1950. Var við ýmiss konar nám á árabilinu 1981-82. Prestur í Sauðlauksdal 1. ágúst 1950 og vígður 30. júlí sama ár. Fékk Melstað í Miðfirði 31. maí 1954 og þjónaði þar til 1976. Sóknarprestur í Stykkishólmsprestakalli frá 1. janúar 1977 til 31. janúar 1992. Settur prófastur í fjarveru prófasts 1978 og 1984. Settur sóknarprestur í Kolfreyjustaðarprestakalli frá 1. febrúar til 31. mars 1992, í Sauðárkróksprestakalli frá 1. október til 30. nóvember 1993, Í Bolungarvíkurprestakalli frá 1. júní 1993 til 10. október 1994, í Staðastaðaprestakalli frá 1. júní 1995 til 30. júní 1996, Í Bolungarvíkurprestakalli 1. - 31. desember 1996 pg í Skagastrandarprestakalli frá 1. febrúar til 31. maí 1998. Settur sóknarprestur í Kolfreyjustaðarprestakalli frá 1. nóvember 2000 til 30. apríl 2001 og í Hofsóss- og Hólaprestakalli frá 1. október 2001 til 31. júlí 2002. Þjónaði jafnframt Flateyjarsókn frá ársbyrjun 1979.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 361-62 </p>

Staðir

Sauðlauksdalskirkja Prestur 01.08.1950-1954
Melstaðarkirkja Prestur 31.05.1954-1977
Stykkishólmskirkja-nýja Prestur 01.01.1977-1992
Kolfreyjustaðarkirkja Prestur 01.02.1992-31.03.1992
Sauðárkrókskirkja Prestur 01.10.1993-30.11.1993
Hólskirkja Prestur 01.12.1993-10.10.1994
Staðakirkja á Staðastað Prestur 01.06.1955-30.06.1996
Hólskirkja Prestur 01.12.1996-31.12.1996
Hofsóskirkja 01.02.1998 -31.05.1998

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

1 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
27.06.1968 SÁM 89/1775 EF Frásögn af berdreymi Björns Bergmann. Einn dag ætlaði Gísli að húsvitja á Vatnsnesi. Björn hafði beð Gísli H. Kolbeins 6613

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 11.02.2021