Þóra Árnason (Kristjana Þóra Árnason) 20.10.1905-01.10.1997

Kristjana Þóra fæddist í Hænuvík, V.-Barð., 20. október 1905. Hún lést í Winnipeg 1. október 1997. Hún var dóttir hjónanna Ólafar Össurardóttur, f. á Hvallátrum 1872, og Jóhanns Magnússonar, f. á Siglunesi á Barðaströnd 1866. Þau bjuggu í Hænuvík við Patreksfjörð frá 1897-1911, en þá fluttust þau til Kanada með fjölskyldu sína. Systkini Þóru voru Guðrún, f. 1895 ; Kristján Ágúst, f. 1897 ; Arnbjörg (Edna), f. 1907 ; Fanney, f. 1912 og Pétur Magnússon (fósturbróðir), f. 1915, búsettur í Reykjavík. Hún vann í mörg ár hjá CNR-ritsímafélaginu áður en hún giftist. Hún kom til Íslands 1930 og dvaldist þá í þrjá mánuði.

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

7 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
29.09.1972 SÁM 91/2790 EF Gamansaga af gömlum Íslendingi um molatalningu. Þóra Árnason 50143
29.09.1972 SÁM 91/2791 EF Þóra segir gamansögu af gamalli góðri konu sem reyndist vera stórtækur landabruggari, og brenndi sig Þóra Árnason 50152
29.09.1972 SÁM 91/2791 EF Þóra segir draugasögu af Skottu sem kom á undan tveimur piltum sem voru af ætt sem Skotta fylgdi. Þóra Árnason 50155
29.09.1972 SÁM 91/2791 EF Þóra segir gátu: "Inn prik, út prik". Þóra Árnason 50161
29.09.1972 SÁM 91/2791 EF Þóra fer með gátu: "Ég er til, sem allir sjá". Þóra Árnason 50163
29.09.1972 SÁM 91/2791 EF Þóra segir gamansögu af Íslendingi sem sagði alltaf "Hó" þegar hann kom ríðandi að hliðum. Gerði það Þóra Árnason 50164
29.09.1972 SÁM 91/2791 EF Gamansaga af manni frá Úkraínu og tungumálamisskilningi í verslun. Þóra Árnason 50166

Eiríkur Valdimarsson uppfærði 6.04.2020