Filippus Jónsson -

Prestur á 15. og 16. öld. Hann varð prestur í Rauðasandsþingum (Saurbæ á Rauðasandi) fyrir 1530. EIgnaðist barn með bústýru sinni og nam hana á brott. EKki kemur fram hver lok prestskapar hans urðu en biskup veitti þeim aflausn en Filippus galt móður bústýru jarðir sínar. Hann var skurðhagur og smíðaði eða skar lúðúr er Ögmundur biskup hafði með sér á konungsfund til vígslu.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 6.

Staðir

Sauðlauksdalskirkja Prestur 16.öld-16.öld

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.06.2015