Halldór Loftsson 14.öld-15.öld

Prestur á Völlum í Svarfaðardal um 1375 til 1392. Ætla má að þetta sé sá sami og sat á Grund í Eyjafirði og víðar. Hann var líka prestur á Möðruvöllum í Hörgárdal 1402 og ráðstafar eigum sínum í bréfi dagsettu 25. desember 1402 (8. desember 1403) . Hann var ráðsmaður á Hólum og prófastur í Vaðlaþingi og um tíma hafði hann prófastsdæmi frá Botnsá og vestur eftir. Hann var í röð höfðingja og var stórauðugur. Fór til Róms 1389 hvað þá annað.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 265.

Heimild: DI. Íslenzkt fornbréfasafn, 1896 (III). Bls. 684-688

Heimild: Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson og dr. Hannes Þorsteinsson, bls. 270

.

Staðir

Vallakirkja Prestur 15.öld-
Grundarkirkja Prestur 1395-
Möðruvallakirkja í Hörgárdal Prestur 15.öld-

Prestur, prófastur og ráðsmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.03.2019