Þorsteinn Pálmi Guðmundsson (Steini spil) 22.12.1933-18.03.2011

... Þorsteinn ólst upp í Egilsstaðakoti í Villingaholtshreppi og gekk í barnaskólann þar. Hann stundaði nám við handavinnudeild Kennaraskóla Íslands og útskrifaðis þaðan 1954. Einnig sótti hann ýmis námskeið í handmennt á starfsferli sínum. Hann var kennari við Barna- og miðskóla Selfoss 1960-1964 og við Gagnfræðaskóla Selfoss 1964-1996. Hann var stundakennari við Tónlistarskóla Árnessýslu 1960-1967.

Þosteinn sýndi mikinn tónlistaráhuga frá unga aldri og eignaðist sína fyrstu harmonikku 13 ára og upp frá því byrjaði hans ferill sem tónlistarmaður og festist nafnið Steini spil snemma við hann. Danstónlistin átti hug hans allan og var hann fljótt farinn að spila á dansleikjum, í 10 ár lék hann með hljómsveit Óskars Guðmundssonar sem var ein vinsælasta hljómsveit Suðurlands á þessum árum. Árið 1965 stofnaði hann Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar sem hann starfrækti í 24 ár með litlum mannabreytingum. Síðustu árin var hann meðlimur í Harmonikufélagi Selfoss...

Úr minningargrein í Morgunblainu 25. mars 2011, bls. 28.

Staðir

Tónlistarskóli Árnesinga Tónlistarkennari 1960-1967
Kennaraháskóli Íslands Nemandi -1954

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.05.2015