Ólafur Jónsson 1637-24.09.1688

Prestur. Stúdent 1655 frá Skálholtsskóla. Skráður í stúdentatölu í Höfn 27. nóv. sama ár og var þar í tvö ár. Varð næst heyrari í Skálholti og rektor þar í janúar 1667, fékk Hítardal 9. júlí 1687 og varð prófastur í Mýrasýslu í mars 1688 og lést síðar á árinu. Hann var orðlagður kennari og höfðu biskupar miklar mætur á honum. Hann var latínuskáld og var lengst allra rektor fram til þessa tíma.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 59-60.

Staðir

Hítardalskirkja Prestur 09.07.1687-1688

Prestur, prófastur, rektor og skáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 19.07.2015