Jóel Pálsson 25.05.1972-

<p>Jóel hefur iðkað tónlist frá blautu barnsbeini, fyrst lærði hann á klarinett, en sneri sér síðar að saxófóni og jazz-tónlist. Eftir útskrift frá Tónmenntaskóla Reykjavíkur og jazzdeild Tónlistarskóla FÍH hélt hann til náms við Berklee College of Music í Boston, Bandaríkjunum og útskrifaðist þaðan með láði 1994. Jóel hefur leikið á yfir 70 hljómplötum og komið víða fram m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Hollandi, Frakklandi, Þýskalandi, Englandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Grænlandi. Hann hefur gefið út plöturnar Prím, Klif og Septett með frumsaminni tónlist og hlotið fyrir Íslensku Tónlistarverðlaunin í þrígang, m.a. fyrir jazzplötu ársins 2001 (Klif) og 2002 (Septett).</p> <p align="right">Sumartónleikar í Sigurjónssafni 20. júlí 2004 – tónleikaskrá.</p>

Staðir

Berklee tónlistarháskólinn í Boston Háskólanemi -
Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Annes Saxófónleikari 2015
Milljónamæringarnir Saxófónleikari 1995-01
Stórsveit Reykjavíkur Saxófónleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , nemandi og saxófónleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.05.2016