Eggert Bjarnason 18.01.1771-13.07.1856
<p>Stúdent frá Reykjavíkurskóla eldra 1793 með góðum árangri. Fékk Klausturhóla 9. mars 1799, Mosfell í Grímsnesi 3. desember 1806, Stóruvelli á Landi 3. nóvember 1817, Saurbæjarþing 2. ágúst 1837, Stafholt 10. júní 1843 og lét af prestskap vorið 1847.Hraustur að afli, snar og hinn mesti fjörmaður, hestamaður mikill og drykkjumaður og þá heldur vanstilltur en hversdagslega gæflyndur, söngmaður góður en daufur ræðumaður. Hirðulítill um embætti sitt enda lítt hneigður til prestskapar. Bar gott skyn á lækningar.</p>
<p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 313.</p>
Staðir
Klausturhólakirkja | Prestur | 09.03.1799-1806 |
Mosfellskirkja | Prestur | 03.012.1806-1817 |
Stóru-Vallakirkja | Prestur | - |
Staðarhólskirkja | Prestur | 02.08.1837-1843 |
Stafholtskirkja | Prestur | 10.06.1843-1847 |

Prestur | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.04.2015