Jan Morávek (Jóhann Fram Jóhannsson) 02.05.1912-22.05.1970

<p><strong>Foreldrar:</strong> Jan Karel Morávek, úrsmiður, blaðamaður, söngstjóri og hljóðfæraleikari í Vín, f. 1. maí 1873 í lvancice í Brünn í Tékkóslóvakiu, d. 19. jan. 1940, og k.h. Anna Michalicka, f. 20. feb. 1880 í Kúnvald í Bæheimi í Tékkóslóvakíu, d. 24. feb. 1927.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Stundaði nám í hljómsveitarstjórn, klarinettleik o.fl. við Tónlistarháskólann í Vínarborg.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Starfaði m.a. við óperuna í Graz áður en hann kom til Íslands 1948; var hljómsveitarstjóri hjá SKT-Skemmtifélagi templara, Gúttó og lék á klarinett, fiðlu og harmóníku 1949-1952; lék á selló og fagott í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-1970; var hljómsveitarstjóri í Þjóðleikhúskjallaranurn 1953-1954; hljómsveitarstjóri ásamt Carli BilIich í Naustinu og lék á fiðlu, harmóníku. klarinett og píanó 1955-1970; tónlistarstjóri og útsetjari á Nemendamóti VÍ 1959-1970; stjórnaði hljómsveit í Vetrargarðinum og lék í Kaffitímanum í RÚV; stofnaði Samkór Kópavogs og stjórnaði honum 1966-1970; úrsetti mikið fyrir kóra og lúðrasveitir, m.a. Karlakór Reykjavíkur, Lúðrasveit Reykjavíkur og útsetti einnig fyrir marga íslenska dægurlagahöfunda og fleiri.</p> <p><strong>Helstu viðburðir á starfsferli:</strong> Þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950 vantaði fagottleikara og að beiðni dr. Urbancic lærði Morávek á fagott á stuttum tíma og lék síðan á fagott með hljómsveitinni fyrstu árin; stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum í Austurbæjarbíói í feb. 1956, „Þetta vil ég heyra“.</p> <p><strong>Útgefin verk:</strong> Sex harmonikulög - Gömlu dansarnir, 1964; lék inn á fjölda hljómplatna Íslenskra tóna, einnig fyrir HSH og Fálkann, á sumum þeirra lék harnn á öll hljóðfærin; stjórnaði tónlist í skemmtiþáttum Tage Ammendrup á fyrstu árum sjónvarpsins; lék á 12 hljóðfæri í tónlistarmynd frá því um 1968.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 206-207. Sögusteinn 2000.</p> <blockquote>... Jan Morávek kom til Íslands árið 1948 og var fyrst hljómsveitarstjóri hjá Skemmtifélagi Templara í Gúttó. Þar spilaði hann á klarinett, en hann virðist reyndar hafa getað spilað á flestöll hljóðfæri. Victor Urbancic bað hann um að læra á fagott, þar sem fagottleikara vantaði í Sinfóníuhljómsveitina við stofnun hennar. Það gerði hann á undraskömmum tíma og spilaði á það í hljómsveitinni fyrst um sinn, en síðar á selló. Hann hafði lagt stund á hljómsveitarstjórn, klarinettuleik og fleiri greinar við Tónlistarháskólann í Vínarborg áður en hingað kom. Hér á landi spilaði hann auk klarinetts, fagott og sellósins á harmonikku, fiðlu, píanó og margt fleira. Hann mun hafa gert tilraun til að taka upp lag eftir sjálfan sig þar sem hann spilaði á öll hljóðfærin sjálfur, en tæknin réði ekki við svo flókið verkefni. Jan Morávek er sagður hafa spilað á um 20 mismunandi hljóðfæri og lék jöfnum höndum klassíska tónlist og dansmúsík. Auk þess var hann liðtækur stjórnandi, stjórnaði lúðrasveitum og kórum og stjórnaði jafnvel Sinfóníuhljómsveitinni á tvennum tónleikum árið 1956. Hann var auk þess mjög stórtækur við útsetningar. Morávek var í hljómsveit landa síns og vinar Carls Billich, sem spilaði á Naustinu allt frá stofnun hennar árið 1955 til dauðadags árið 1970 og þar spilaði hann á þau hljóðfæri sem þörf krafði hverju sinni...</blockquote> <p align="right">Úr Morgunbalaðsgrein Ingibjargar Eyþórsdóttur Erlendir tónlistarmenn á Íslandi á 20. öld Grein III: Breytt heimsmynd í kjölfar velmegunar.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Samkór Kópavogs 1966-10-18
Sinfóníuhljómsveit Íslands Sellóleikari og Fagottleikari 1950 1970

Tengt efni á öðrum vefjum

Hljóðfæraleikari , lagahöfundur , stjórnandi , úrsmiður og útsetjari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.10.2016