Arnljótur Ólafsson 21.11.1823-29.10.1904

<p>Arnljótur Ólafsson</p> <p>Prestur. Fæddur á Auðólfsstöðum í Langadal 21. nóv. 1823, d. 29. okt. 1904. Stúdentspróf í Reykjavík 1851. Las hagfræði við Hafnarháskóla í nokkur ár og stundaði jafnframt ritstörf, lauk ekki námi. Guðfræðipróf frá Prestaskólanum 1863. Var einkakennari sonar Blixen-Finecke baróns og ferðaðist með þeim feðgum um Suðurlönd. Tók þátt í leiðangri 1860 til könnunar á ritsímalögn til Íslands. Prestur á Bægisá 1863—1889, á Sauðanesi frá 1889 til æviloka. Oddviti Glæsibæjarhrepps lengi. Alþingismaður Borgffirðinga 1858—1869, alþingismaður. Norður-Múlasýslu 1877—1880, alþingismaður Eyfirðinga 1880—1885, konungskjörinn. alþmingismaður 1886—1893. Kosinn alþmingismaður N.-Þing. 1900, en kom ekki til þings 1901. Varaforseti Efri-deildar 1891. Samdi Auðfræði (1880) og fjölda greina sem birtust í blöðum og tímaritum. Ritstjóri: Skírnir (1853 og 1855—1860).</p> <p>Heimild: Alþingisvefurinn</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal Björns Magnússonar 1847 – 1976 bls. 16-17</p>

Staðir

Sauðaneskirkja Prestur 26.09.1889-1904
Bægisárkirkja Prestur 06.10.1863-1889
Skeggjastaðakirkja Prestur 26.09. 1899-1904
Svalbarðskirkja Prestur 26.09. 1899-1904

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.06.2018