Ísólfur Pálsson 11.03.1871-17.02.1941

Ísólfur Pálsson organisti og tónskáld; hundrað ára minning.

Þann 11. mars ssl. [1971] voru 100 ár liðin frá fæðingu Ísólfs Pálssonar organista og tónskálds, en hann fæddist á Syðra-Seli í Stokkseyrarhreppi 11. mars 1871, sonur hjónanna Margrétar Gísladóttur og Páls Jónssonar bónda og hreppstjóra á Syðra-Seli.

Meðal annars þess, er Ísólfur sökkti sér niður í, var sönglistin, og samdi hann, einkum eftir 25 ára aldur sinn, fjölda laga en mörg þeirra eru eins og kunnugt er á hvers manns vörm, sef svo mætti segja, og lifa þannig með þessari þjóð. Flest lögin lýsa geðslagi Ísólfs, glöðu, björtu , en þó innilega viðkvæmu. Trúmaður mun hanna hafa verið, betri og meiri en aðrir höfðu hugmynd um, og orðvarari maður eða friðsamari mun hafa verið vandfundinn.

Jón Pálsson, bróðir Ísólfs hefur sagt um bróður sinn: „Ísólfur var þó, þrátt fyrir það, hversu dulur hann var og fáskiptinn, alls enginn þumbari, né vanstillingamaður, hann var glaðlegur, fróður um fjölmargt það, er aðrir vissu lítil deili á, því hann las mikið og mundi vel.“

Ísólfur varð organisti við stokkseyrarkirkju 1893 og var það til ársins 1912, en þá fluttist hann til Reykjavíkur með fjölskyldu sína. Ísólfur hafði alla jafnan söngflokka á Stokkseyri, einn eða fleiri. Fyrir aldamót hafði hann æfðan kirkjukór og lét drengi úr barnastúkunni syngja millirödd, áður en þeir fóru í mútur.Úr kirkjukórnum myndaði hann auk þess annan kór með sama fóli að nokkru leyti. Var það blandaður kór og starfaði í mörg ár, hélt söngskemmtanir, og kom fram við ýmis tækifæri. Skömmu eftir aldamótin [1900] stofnaði Ísólfur karlakvartett, sem starfaði óslitið, þangað til Ísólfur fór, kvartett þessi þótti mjög góður, enda skipaður úrvals söngmönnum, sungu þeir margsinnis á Stokkseyri og víðar, kynntu þeir þannig fjölda sönglaga bæði erlendra og innlendra, þar á meðal eftir Ísólf sjálfan, er þeir lögðu sérstaka rækt við, enda samdi Ísólfur mörg af sínum karlakórslögum fyrir þennan kvartett sinn. Einnig mætti geta þess, að þegar Ísólfur var organisti í Stokkseyrarkirkju, lét hann kirkjukórinn frumflytja mörg af sínum sálmalögum, þar á meðal „Í birkilaut hvíldi ég bakkanum á“ sem upphaflega var sálmalag (Þín miskunn, ó Guð), en var fljótlega sungið við ljóð Steingríms. Ísólfi hafði mislíkað það, í fyrstu, en síðar meir mun hann þó hafa sætt sig við það.

Dr. Páll organleikari og tónskáld, sonur Ísólfs hefur sagt svo um föður sinn: „Mesta yndi hafði ég af að hlusta á föður minn leika á orgelharmoníum í rökkurbyrjun. Hann gat ekki helgað sig tónlistinni nema stutta stund á degi hverjum, því hann hafði skyldum að gegna við stóra fjölskyldu. Foreldrar mínir áttu tólf börn sitt á hverju ári og var oft erfitt að sjá svo stórum hópi farborða, enda þröngt í búi hjá flestum á þeim árum. Faðir minn vann alla algenga vinnu til að afla sér tekna, stundaði sjóróðra, sveitabúskap og ýmislegt annað sem til féll, var auk þess læknir í forföllum og eftirsóttur af nærsveitamönnum. En honum græddist ekki fé, hefur líklega verið of mikill listamaður í sér til þess. Hann var þunglyndur að eðlisfari, hló sjaldan, en hafði viðkvæma lund undir harðri skel og brosti fallega.

Mér er hann minnisstæður, þar sem hann sat í húminu og lék á orgel af fingrum fram, fantaseraði og samdi lög. Þá var ég allur ein hlust, ekki sízt þegar „Í birkilaut hvíldi ég bakkanum á“ kom á móti okkur út úr orgelinu eins og nýfætt lamb, fagnandi sól og vori. Venjulega var hann þó eina eða tvær vikur að fullsemja lögin, áður en hann skrifaði þau.“

Eins og áður hefur verið getið, lét Ísólfur sig miklu skipta flest menningarmál á Stokkseyri, vann mikið að bindindismálum, leikstarfsemi og einkum tónlistarmálum. Hann var maður mjög fjölhæfur, fékkst m.a. við uppfinningar, og læknir þótti hann góður, og virtist flest leika í höndum hans.

Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur, hafði hann með höndum stillingu, viðgerðir og smíði hljóðfæra. Kona Ísólfs var Þuríður Bjarnadóttir frá Símonarhúsum, frábær kona og áreiðanlega mörgum minnisstæð vegna sinna góðu mannkosta.Tónlistargáfa ættarinnar hefur gengið ríkulega að erfðum til barna Þuríðar og Ísólfs, meðal þeirra eru dr. Páll tónskáld og fyrrv. organleikari við dómkirkjuna í Reykjavík, og Sigurður organleikari við Fríkirkjuna í Reykjavík.

Það hefur verið sagt um þá menn, sem verið hafa á undan sinni samtíð, eins og Ísólfur Pálsson var, að þjóðin hafi varla verið tilbúin að taka á móti slíkum mönnum, það má vel vera, en þeim mun sættir er þeirra hlutur með því að gjörast merkisberar íslenzkrar menningar. Með tónum sínum hefur Ísólfur Pálsson áreiðanlega sungið sig inn í hug og hjarta þjóðarinnar, og munu lögin hans varðveita nafn hans frá gleymsku um ókomna tíð. Ísólfur lézt í Reykjavík 17. febrúar 1941, tæplega sjötugur að aldir.

Hundrað ára minning. Pálmar Þ. Eyjólfsson. Organistablaðið. 1. október 1971, bls. 13.

Staðir

Stokkseyrarkirkja Organisti 1893-1912
Eyrarbakkakirkja Organisti 1903-1911

Skjöl

A-Ísólfur Pálsson-Tónlist og textar Skjal/pdf
Andvarp Skjal/pdf
Andvökunætur Skjal/pdf
Austurfjöll Skjal/pdf
Bending Skjal/pdf
Bernskuminning Skjal/pdf
Bjarni Pálson Götu Mynd/jpg
Bræðurnir frá Seli Mynd/jpg
Bæn Skjal/pdf
Dagur Skjal/pdf
Draumur hjarðsveinsins Skjal/pdf
Drottinn sem veittir Skjal/pdf
Einbúinn Skjal/pdf
Einmál Skjal/pdf
Eitt vinhlýtt orð Skjal/pdf
Eitt á enda ár vors lífs er runnið Skjal/pdf
Eldgamla Ísafold Skjal/pdf
Er þagnaður kliður Skjal/pdf
Fjallkonan (SATB) Skjal/pdf
Fjallkonan (TTBB) Skjal/pdf
Fjólan Skjal/pdf
Fjólan (solo+piano) Skjal/pdf
Friðrik Bjarnason Mynd/jpg
Friður Skjal/pdf
Frón Skjal/pdf
Gakk inn í herrans helgidóm Skjal/pdf
Gavotte Skjal/pdf
Gaðir sér fuglar (3-4) Skjal/pdf
Glaðir sér fuglar (3-8) Skjal/pdf
Glóbjört og síhlý Skjal/pdf
Guð faðir, góða nótt Skjal/pdf
Gísli Pálsson og fjölskylda Mynd/jpg
Góð er þér móðir Skjal/pdf
Góður engill guðs oss leiðir Skjal/pdf
Harpan mín Skjal/pdf
Haust Skjal/pdf
Haust II Skjal/pdf
Hekla Skjal/pdf
Hin dimma, grimma hamrahöll Skjal/pdf
Hin fegursta rósin er fundin Skjal/pdf
Hlotinn er friður Skjal/pdf
Hnigin sól er að sæ Skjal/pdf
Hreiðrið mitt Skjal/pdf
Hulda Skjal/pdf
Hulda (Gm) Skjal/pdf
Hvað boðar nýárs blessuð sól Skjal/pdf
Hve gott og fagurt Skjal/pdf
Hvöt Skjal/pdf
Hánótt fer um hvelfda sali Skjal/pdf
Hátt ég kalla, hæðir fjalla Skjal/pdf
Hér er, bróðir, verk að vinna Skjal/pdf
Innsýn Skjal/pdf
Jólanótt Skjal/pdf
Jón Pálsson Mynd/jpg
Jón Pálsson Mynd/jpg
Jón Pálsson A Mynd/jpg
Jón Pálsson A Mynd/jpg
Júlínótt Skjal/pdf
Krummi svaf í klettagjá Skjal/pdf
Kveldbæn II Skjal/pdf
Kveðja I Skjal/pdf
Kveðja II Skjal/pdf
Kvöld Skjal/pdf
Landnám Skjal/pdf
Liðinn er dagur Skjal/pdf
Liðinn er dagur (solo+piano) (As) Skjal/pdf
Liðinn er dagur (TTBB) (As) Skjal/pdf
Lofsöngur Skjal/pdf
Lyftum hug í hæðir Skjal/pdf
Lífsins faðir lof sé þér Skjal/pdf
Lóan er komin Skjal/pdf
Lóan kemur Skjal/pdf
Margrét Gísladóttir Mynd/jpg
Margrét Gísladóttir Mynd/jpg
Mars (Án texta) Skjal/pdf
Mars (Ísland) Skjal/pdf
Maí rennur sól úr sævi Skjal/pdf
Minning Skjal/pdf
Minning (A– heiman til fri–ar) Skjal/pdf
Mon nogen dadle vil Skjal/pdf
Morgunn Skjal/pdf
Móðir Skjal/pdf
Nafnlaust (G, 6-8) Skjal/pdf
Nafnlaust (Maestoso í Bb, 3-4) Skjal/pdf
Niðjatal Ísólfs Pálssonar og Þuríðar Bjarnadóttur Skjal/pdf
Nú dagsbrún hinsta dvínar Skjal/pdf
Nú fram til starfa Skjal/pdf
Ný kveðjur harpan himnamál Skjal/pdf
Nýár Skjal/pdf
Preludium Skjal/pdf
Prelúdía Skjal/pdf
Pálmar Pálsson A Mynd/jpg
Pálmar Pálsson A Mynd/jpg
Páskasöngur Skjal/pdf
Röddin Skjal/pdf
Röddin (solo+SATB) Skjal/pdf
Röddin (solo+TTBB) Skjal/pdf
Rökkur (Er húmar og hallar af degi) Skjal/pdf
Rökkurró Skjal/pdf
Saknaðu ei móðir Skjal/pdf
Selsbræður Ísólfur Jón Júníus Gísli og Pálmar Mynd/jpg
Sigríður Magnúsdóttir og Rósa Mynd/jpg
Sjá þann hinn mikla flokk Skjal/pdf
Sjómenn Skjal/pdf
Sorgin (Án texta) Skjal/pdf
Stóð ég á bergi Skjal/pdf
Sumar Skjal/pdf
Sumar (texta vantar) Skjal/pdf
Sumarkyrr– (Hallar degi) Skjal/pdf
Sumarnótt Skjal/pdf
Sá ljósi dagur liðinn er Skjal/pdf
Sægyðjan Skjal/pdf
Sæir eru þeir Skjal/pdf
Sól úr austursölum stígur Skjal/pdf
Sólheitur morgun Skjal/pdf
Söknuður Skjal/pdf
Sönn ást Skjal/pdf
Til draumalandsins Skjal/pdf
Til fjalla (Án texta) Skjal/pdf
Til fánans Skjal/pdf
Til gleðinnar I Skjal/pdf
Til gleðinnar II Skjal/pdf
Til sönggyðjunnar Skjal/pdf
Til sönggyðjunnar II Skjal/pdf
Tinda fjalla ég sé alla Skjal/pdf
Tímarnir líða Skjal/pdf
Um aftanstund (Musica) Skjal/pdf
Um löng þegar líður Skjal/pdf
Upp til fjalla (drög) Skjal/pdf
Verði ljós Skjal/pdf
Vetur (Án texta) Skjal/pdf
Við bjargið gráa Skjal/pdf
Við fossinn Skjal/pdf
Við freistingum gæt þín Skjal/pdf
Vor (Upp til dala) Skjal/pdf
Vorgyðjan kemur Skjal/pdf
Vorkveld_Vornótt Skjal/pdf
Vormenn Íslands Skjal/pdf
Vort fósturland Skjal/pdf
Vögguvísa Skjal/pdf
Vögguvísa II Skjal/pdf
Yfir djúpi dauðans Skjal/pdf
Á föstudaginn langa Skjal/pdf
Á heimleið Skjal/pdf
Á myrkraslóð Skjal/pdf
Á útleið Skjal/pdf
Ævintýri sjómannsins Skjal/pdf
Ég beið þín um kvöld Skjal/pdf
Ég bið þig um blessun þína Skjal/pdf
Ég elska yður, þér Íslands fjöll Skjal/pdf
Ég er komin að kveðja Skjal/pdf
Ég gekk í björg Skjal/pdf
Ég gekk í björg (sóló) Skjal/pdf
Ég horfi yfir hafið Skjal/pdf
Ég leita þín Skjal/pdf
Ég lifi og ég veit Skjal/pdf
Ég man þá tíð Skjal/pdf
Í landsýn Skjal/pdf
Ísland Skjal/pdf
Ísólfur Pálsson Mynd/jpg
Ísólfur Pálsson Mynd/jpg
Ísólfur Pálsson 2 Mynd/jpg
Ísólfur Pálsson ca 40 ára Mynd/jpg
Ísólfur Pálsson ungur Mynd/jpg
Ó, blessa, guð, vort feðrafrón Skjal/pdf
Ó, fögur er vor fósturjörð Skjal/pdf
Ó, Jesú bróðir besti Skjal/pdf
Það er svo oft Skjal/pdf
Það árlega gerist Skjal/pdf
Það árlega gerist (kór) Skjal/pdf
Þegar vorar Skjal/pdf
Þinn sonur lifi Skjal/pdf
Þuríður Bjarnadóttir ca 1948 1 Mynd/jpg
Þuríður Bjarnadóttir ístól Mynd/jpg
Því brástu mér von mín Skjal/pdf
Þér heill sé foldin Skjal/pdf
Þín líkn, ó drottinn Skjal/pdf
Þótt fundi slítum hér Skjal/pdf
Þótt glögg sé leiðin Skjal/pdf
Þögla nótt Skjal/pdf
Þú, guð, sem stýrir stjarna her Skjal/pdf

Tengt efni á öðrum vefjum

Organisti, tónlistarmaður og tónskáld

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 20.03.2016