Gísli Magnússon 16.04.1988-
<p>Gísli Magnússon nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands og síðar Konservatoríið í Amsterdam þaðan sem hann lauk meistaraprófi vorið 2016 undir leiðsögn Willem Jeths og Wim Henderickx. Í tónlist sinni leitast Gísli gjarnan við að draga upp myndir af náttúrufyrirbærum í tónum og hafa verk hans verið flutt af ýmsum tónlistarmönnum og -hópum hér á landi og erlendis, svo sem Duo Harpverk, Söngsveitinni Fílharmóníu, meðlimum úr Ensemble neoN, Score Collective Ensemble, kammersveitinni Elju, Sjøforsvarets musikkorps og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Gísli starfar nú sem tónskáld og tónlistarkennari í Reykjavík og nágrenni.</p>
<p align="right">Gísli Magnússon - nóvember 2018</p>
Staðir
Tónlistarskóli Garðabæjar | Tónlistarkennari | 2016- |
Tónlistarskólinn í Grafarvogi | Tónlistarkennari | 2012-2014 |
Listaháskóli Íslands | Tónlistarnemandi | 2010-2013 |
Menntaskólinn í Reykjavík | Nemandi | 2004-2008 |
Tónlistarháskólinn í Amsterdam | Háskólanemi | 2014-2016 |
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar | Tónlistarkennari | 2018- |
Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , nemandi , tónlistarkennari , tónlistarnemandi og tónskáld | |
Ekki skráð |
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.11.2018