Einar Jóhannesson 16.08.1950-

<p><strong>Foreldrar:</strong> Jóhannes Arason, fulltrúi og síðar útvarpsþulur í Reykjavík, f. 15. mars 1920 á Ytralóni á Langanesi, Sauðaneshr., N.-Þing., og k. h. Elísabet Einarsdóttir, verslunarmaður, f. 8. júní 1922 á Kárastöðum, Þingvallahr., Árn.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969; stundaði nám við Barnamúsíkskólann í Reykjavík og klarinettnám hjá Jóni G. Þórarinssyni í Miðbæjarbarnaskólanum 1959-1963; lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1969; lauk einleikaraprófi frá The Royal College of Music í London, Englandi 1972; stundaði viðbótarnám við The Royal College of Music 1972-1973 og sótti Alþjóðlega sumarskólann í Nice, Frakklandi 1979.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Lék í The Academy of the BBC í Bristol, Englandi 1973; The Allegro Ensemble í London 1973-1977; The Ulster Orchestra í Belfast, Norður-Írlandi 1974-1975; lausráðinn klarinettleikari í Englandi 1976-1979; lék í Orchestre de Chambre de Paris, Frakklandi sumarið 1979; hefur verið klarinettleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1979; var klarinettkennari í Hill House International School í Knightsbridge, London 1976-1979; kennari og einleikari á Les Arcs tónlistarhátíðinni í Frakklandi 1978; klarinettkennari við Tónlistarskólann í Reykjavík 1980-1998 og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar 1980-1995; kennari og einleikari á alþjóðlegu tónlistarhátíðinni í Horto í Grikklandi 1990 og 1991; félagi í Blásarakvintett Reykjavíkur frá 1980; Músíkhópnum í Reykjavík 1980; Norræna kvartettinum 1986-1988; Tríó Borealis frá 1991; kammerhópnum Ými 1992 og með Kammersveit Reykjavíkur um árabil, frá 1995 u.þ.b.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 184. Sögusteinn 2000.</p> <p>- - - - -</p> <p>Einar Jóhannesson studied the clarinet at the Reykjavík College of Music with Gunnar Egilson and continued his studies at The Royal College of Music in London, where he won the coveted Frederick Thurston prize. His main teachers there were Bernard Walton and John McCaw. Later he was awarded the prize for young Nordic soloists by the Sonning Foundation in Copenhagen. Mr. Jóhannesson has appeared as a soloist and chamber music player throughout Europe, Asia, America and Australia, often presenting pieces specially written for him by Icelandic composers. He is principal clarinet of the Iceland Symphony Orchestra, solo clarinettist of the Reykjavík Chamber Orchestra, and a founding member of the Reykjavík Wind Quintet. In addition, he sings with Voces Thules, a group of six male voices specializing in medieval Icelandic church music. He has recorded for the Merlin, Chandos and BIS labels.</p> <p align="right">Sigurjóns Ólafssonar Art Museum – Recital Program July 19, 2007.</p>

Staðir

Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarnemandi 1957-
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1969
Konunglegi tónlistarháskólinn í London Háskólanemi -1973
Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -1969
Tónlistarskólinn í Reykjavík Klarínettukennari 1980-1998
Tónskóli Sigursveins Klarínettukennari 1980-1995

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómeyki Söngvari
Kammersveit Reykjavíkur Klarínettuleikari 1995
Sinfóníuhljómsveit Íslands Klarínettuleikari 1979 2014
Voces Thules 1997

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , klarínettukennari , klarínettuleikari , nemandi , söngvari , tónlistarmaður og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.09.2015